Í gangi núna

Prentvæn útgáfa
Skoða sem PDF skjal

Breska heimsveldið

.

Sumir dagar raðast öðruvísi upp en aðrir. Það vildi til á dögunum að það varð sannkallaður Jaguardagur hjá okkur á Aðalverkstæðinu þegar þrjú stykki Jaguar áttu tíma sama daginn í viðgerð. Ekki leiddist Bjarti það þar sem hann er mikill áhugamaður um breska bíla.

Prentvæn útgáfa
Skoða sem PDF skjal

Orsök eða afleiðing

.

Hér má sjá afleiðingu af því þegar gormur brotnaði í VW með þeim afleiðingum að hann lagðist utan í hjólbarðann og skemmdi hann. Eigandinn varð einskis var en kvartaði hinsvegar undan gúmmilykt ;-)

Prentvæn útgáfa
Skoða sem PDF skjal

Rafgeymar

.

Við strákarnir á Aðalverkstæðinu gátum ekki annað en hlegið þegar við vorum búnir að skipta um báða rafgeimana í Benz bifreið sem við vorum með í viðgerð á dögunum. Eins og þið sjáið þá er mikill stærðarmunur, en eins og sagt er, margur er knár þótt hann sé smár. Frank úrsmiður var hæst ánægður með okkur og gaf okkur flottar G-shock derhúfur til að nota í vinnunni þegar við þurfum að vera ýkt flottir á því ;-)

Prentvæn útgáfa
Skoða sem PDF skjal

"Sjúkur" Land Rover Defender

.

Við fengum þennan "sjúka" Land Rover Defender sjúkrabíl með 3,5 lítra V8 vél í heimsókn. Eigandi bílsins, Emily Lethbridge, heldur úti skemmtilegri bloggsíðu en hún stundar núna ferðalög um landið eftir að hafa lært forníslensku. Við féllum í stafi yfir bílnum. Þetta er herbíll frá breska heimsveldinu og Emily hefur haganlega breytt honum lítillega svo hún geti ferðast á honum um landið. Bíllinn er aðeins ekinn 30 þúsund kílómetra en býr þrátt fyrir það yfir talsverðri reynslu.

Við þökkum Emily fyrir viðskiptin og óskum henni góðrar ferðar.